Innlent

Erfðabreytileiki sem eykur verulega líkur á sykursýki fundinn

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. MYND/GVA

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið erfðabreytileika sem eykur verulega líkurnar á sykursýki. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum tekst þetta. Eftir tvö ár ætti að vera hægt að beita þessari þekkingu í heilsugæslu til að greina hvort fólk sé í aukinni hættu á að fá sykursýki.

Samkvæmt rannsóknum vísindamannanna eru líkurnar á að fá sykursýki 2, eða sykursýki fullorðinna, 45% meiri hjá þeim sem eru með þennan erfðabreytileika frá öðru foreldri sínu en öðrum og ef hann erfist frá báðum foreldrunum eru líkurnar orðnar 150% meiri.

Að sögn Kára Stefánssona, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, leiðir þessi uppgvötun til þess að fólk geti passað betur upp á sig, ef í ljós kemur að það er með umræddan erfðabreytileika. Hann segir lyfjaþróun ekki farna af stað, en verið sé að skoða hana. Þótt allt gengi upp í þeim efnum, væri þó áratugur þar til slík lyf yrðu komin á markað. Hins vegar geti aðferð til að greina áhættuna verið komin í notkun eftir tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×