Innlent

Ljósmæður áhyggjufullar vegna stöðu mála

Mynd/Vísir

Ljósmæður eru áhyggjufullar með að kjarabarátta þeirra muni dragast á langinn en enn hefur enginn fundur verið ákveðinn milli þeirra og sanminganefndar skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. Ljósmæður funduðu í kvöld en þær ætla ekki að kvika frá kröfum sínum. Þrjú sængukvennapláss voru laus á Landspítlanum nú rétt fyrir fréttir.

Nú þegar er komin eftirspurn eftir heimaþjónustu ljósmæðra en þær hafa verið samningslausar frá því um mánaðarmót. Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður hafa verið undirborgaðar alltof lengi og full samstaða sé meðal ljósmæðra um að ná fram leiðréttingu á launataxta fyrir heimaþjónustu. Félagið fundaði með samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins í gær en Guðlaug segir að tilboð nefndarinnar hafa ekki verið ásættanlegt. Hún segir heilbrigðisráðherra vera samningsfúsan en þrátt fyrir það hefur enginn fundur hefur verið ákveðinn milli félagsins og samninganefndarinnar. Ljósmæður bíði því að vera boðaðar á fund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×