Erlent

10 látnir og 72 slasaðir í Baghdad

10 eru látnir og 72 slasaðir eftir að fjöldi sprengja sprakk í Baghdad í dag. Fjöldi lögreglumanna og gangandi vegfarenda slasaðist, bílar eyðilögðust og hluti nærliggjandi byggingar hrundi.

Sprengja hæfði einnig öryggisfylgd iðnaðarráðherra Íraks sem var á ferð í nýjum hluta borgarinnar. Þrír lögreglumenn létust, en ráðherran komst ómeiddur frá árásinni.

Búist er við að fjöldi látinna hækki.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×