Erlent

Hundruðir sækja minningarathöfn

Amish stúlkur leika sér á skólatröppum í smábæ í Pensilvaníu.
Amish stúlkur leika sér á skólatröppum í smábæ í Pensilvaníu. MYND/AP

Hundruð manna sóttu minningarathöfn í Lancaster í Pennsilvaníu í gær í minningu stúlknanna fimm sem voru myrtar í Amishskóla á mánudag.

Flestir komu til að sýna syrgjendum í hluttekningu yfir þessari freklegu árás á samfélag Amish fólksins, en það lifir friðsælu og trúræknu lífi án allra nútímaþæginda, eins og rafmagns og bíla.

Presturinn lagði áherslu á að hið illa gæti birst alls staðar og að samfélagið þyrfti líka að standa við bakið á börnum og eiginkonu árásarmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×