Innlent

Naut léku lausum hala

Lögreglunni á Akureyri tókst að hemja nautgripahjörð á Svalbarðsstrandarvegi í morgun þar sem hún gekk frjáls á þjóðveginum. Tilkynnt var um hópinn um klukkan sex . Skömmu síðar ók vegfarandi utan í einn bolann, en talið er að hann hafi ekki meiðst. Lögregla hafði upp á eigandanum og var hjörðinni smalað í hús án þess að bolarnir sýndu mótþróa, enda var þeim orðið kalt á að ösla snjó og krapa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×