Innlent

Adrenalín flæddi á vellinum

Sáttur Victor Ágústsson hefur farið á öll landsmót frá árinu 1980 en fékk nú í fyrsta sinn að spreyta sig á keppnisvellinum. Þrátt fyrir að hafa ekki komist í milliriðill er hann hæstánægður með árangurinn.
Sáttur Victor Ágústsson hefur farið á öll landsmót frá árinu 1980 en fékk nú í fyrsta sinn að spreyta sig á keppnisvellinum. Þrátt fyrir að hafa ekki komist í milliriðill er hann hæstánægður með árangurinn. MYND/Valli

Hestamennska er sport fyrir alla fjölskylduna. Það lýsir sér kannski best í þeirri breidd sem er á aldri keppenda á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Þar er yngsti keppandinn rétt um níu ára en sá elsti 76 ára.

Victor Ágústsson reið í undankeppni B-flokks gæðinga á hesti sínum Geisla frá Akurgerði. Geisli var varahestur fyrir hestamannafélagið Gust og þegar sá sem kom fyrstur inn hætti við að fara ákvað Victor að ríða Geisla sínum sjálfur.

Ég vildi ekki missa af því að komast á Landsmót því ég hef voðalega gaman af því að keppa, segir Victor sem nýtir hvert tækifæri til keppni.

Maður kveið heilmikið fyrir en þegar maður kom inn á völlinn var gamla adrenalínið í gangi og maður reyndi að láta ljós sitt skína, segir Victor sem komst þó ekki áfram í milliriðil. Hann er þó mjög sáttur við sína frammistöðu. Inntur eftir því hvort hann ætli að keppa á landsmóti aftur segist hann efast um það. Annars finnst mér ég alls ekki of gamall til að keppa og á líka A-flokkinn eftir, segir hann og hlær dátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×