Innlent

Einleikjahátíð á Ísafirði

Hin árlega leiklistarhátíð Act Alone stendur nú yfir á Ísafirði og lýkur á morgun. Fullt var á opnunarsýningu hátíðarinnar og er hátíðin almennt mjög vel sótt.

Act Alone er leiklistarhátíð sem saman stendur einungis af einleikjum og er ein af fáum sem helga sig þessu leiklistarformi. Margt er í boði og samanstendur hátíðin af 12 sýningum, 9 íslenskum einleikjum og 3 erlendum gestaleikjum. Stærsti viðburður hátíðarinnar er koma Eric Bogosian, bandarísks leikara, sem er einn þekktasti einlekari síðustu áratuga. Ekki þarf að borga krónu á hátíðina sem býður upp á margar og fjölbreyttar sýningar, ásamt leiklistarnámskeiðum fyrir fólk á öllum aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×