Innlent

Rólegt á Landsmóti hestamanna í nótt

Allt var með ró og spekt á Landsmóti hestamanna í Skagafirði í nótt. Nokkrir voru þó teknir fyrir ölvunar akstur innan svæðis undir morgun. Lögreglan á Sauðárkróki segir að það sé óvenju gott ástand á svæðinu, miðað við fólksfjölda, en hátt í níu þúsund manns voru komnir á mótið í gærkvöldi. Mikill fjöldi fólks streymdi inn á svæðið í gær til að eyða þar helginni. Umferð var því að vonum þung og undir kvöldið hafði um 10 km löng bílaröð myndast frá mótsvæði til Varmahlíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×