Innlent

Varnaraðgerðum aflétt

MYND/AP

Tímabundnum varnaraðgerðum til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla hér á landi, hefur verið aflétt. Þetta er gert í ljósi þess að langflestir farfuglar eru nú komnir til Íslands þetta árið en engin tilfelli sjúkdómsins hafa greinst hér á landi, og fjöldi neikvæðra sýna frá Bretlandseyjum gefa til kynna að sjúkdómurinn hafi ekki náð þar fótfestu þrátt fyrir einangruð tilvik.

Sýnatöku verður þrátt fyrir þetta haldið áfram á Íslandi samkvæmt áætlun. Í tilkynningu frá Landbúnaðarstofnun er áfram varað við því að snerta dauða fugla og sagt að viðbúnaðarstig verði hækkað á ný, ef nýjar upplýsingar koma fram sem krefjast þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×