Innlent

Kalla þurfti til lögreglu vegna slagsmála systkina

Veggjakrotarar voru iðnir í höfuðborginni í gær.
Veggjakrotarar voru iðnir í höfuðborginni í gær. MYND/Vilhelm

Kalla þurfti til lögregluna vegna slagsmála systkina í gær en flytja þurfti stúlkuna undir læknishendur þar sem hún meiddist á baki. Bróður hennar varð hins vegar ekki meint af. Á vef lögreglunnar er einnig sagt frá því að veggjakrotarar hafi verið á ferðinni í Reykjavík í gær en ummerki eftir þá sáust bæði á húsum og bílum.

Rúður voru brotnar í tveimur bílum í gær og stungin voru göt á hjólbarða á þeim þriðja. Þá voru stungin göt á dekk á kerru og skorið á ljósakapla.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×