Sýknaður af því að reyna að hindra varp arna 27. desember 2006 13:00 Bóndi við Breiðafjörð, sem gefið var að sök að hafa sett upp gasbyssu til þess að fæla erni frá hreiðurstæði í firðinum og koma þannig í veg fyrir að þeir verptu þar, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af broti á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Bóndinn játaði að hafa sett upp byssuna í hólmanum en sagði tilganginn þann að fæla burt svartbak og flökkuerni úr varplandi í hólmum í kring en ekki að koma í veg fyrir að ernir verptu þar. Byssur líkt og sú sem sett var upp í hólmanum er hægt að stilla þannig að frá þeim kemur hljóð sem minnir á byssuskot og með þeim er hægt að fæla fugla frá. Bóndinn sem um ræðir stundaði dúntekju í Breiðafirði. Bóndinn sagði þeim æðakollum sem verptu á svæðinu hafa fækkað mikið á rúmum áratug. Bóndinn taldi að viðvera arna á svæðinu ætti stóran þátt í þessari niðursveiflu. Hann kvaðst þess fullviss að örn hefði aldrei verpt í hólmanum. Þar greindi hann á við sérfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem kærði bóndann til lögreglunnar fyrir að setja upp byssuna. Sérfræðingurinn taldi ljóst að tilgangurinn væri sá að fæla erni frá hreiðurstæði í hólmanum og hindra þá í að verpa þar. Slíkt er brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Sérfræðingurinn hefur séð um talningu arna við Ísland í um tuttugu ár. Sérfræðingurinn var viss um að ernir hefðu byggt upp hreiður í hólmanum vorið 2005. Þegar farið var í eftirlitsflug yfir svæðið skömmu síðar hafi enginn örn verið sjáanlegur í hólmanum og ljóst að tekist hafði að fæla ernina burt með gasbyssunni. Dómurinn taldi ekki full sannað að ernir hefðu verpt í hólmanum og því var bóndinn sýknaður af brotinu í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Bóndi við Breiðafjörð, sem gefið var að sök að hafa sett upp gasbyssu til þess að fæla erni frá hreiðurstæði í firðinum og koma þannig í veg fyrir að þeir verptu þar, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af broti á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Bóndinn játaði að hafa sett upp byssuna í hólmanum en sagði tilganginn þann að fæla burt svartbak og flökkuerni úr varplandi í hólmum í kring en ekki að koma í veg fyrir að ernir verptu þar. Byssur líkt og sú sem sett var upp í hólmanum er hægt að stilla þannig að frá þeim kemur hljóð sem minnir á byssuskot og með þeim er hægt að fæla fugla frá. Bóndinn sem um ræðir stundaði dúntekju í Breiðafirði. Bóndinn sagði þeim æðakollum sem verptu á svæðinu hafa fækkað mikið á rúmum áratug. Bóndinn taldi að viðvera arna á svæðinu ætti stóran þátt í þessari niðursveiflu. Hann kvaðst þess fullviss að örn hefði aldrei verpt í hólmanum. Þar greindi hann á við sérfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem kærði bóndann til lögreglunnar fyrir að setja upp byssuna. Sérfræðingurinn taldi ljóst að tilgangurinn væri sá að fæla erni frá hreiðurstæði í hólmanum og hindra þá í að verpa þar. Slíkt er brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Sérfræðingurinn hefur séð um talningu arna við Ísland í um tuttugu ár. Sérfræðingurinn var viss um að ernir hefðu byggt upp hreiður í hólmanum vorið 2005. Þegar farið var í eftirlitsflug yfir svæðið skömmu síðar hafi enginn örn verið sjáanlegur í hólmanum og ljóst að tekist hafði að fæla ernina burt með gasbyssunni. Dómurinn taldi ekki full sannað að ernir hefðu verpt í hólmanum og því var bóndinn sýknaður af brotinu í Héraðsdómi Vestfjarða í dag.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira