Körfubolti

KR-ingar lögðu Íslandsmeistarana

Benedikt Guðmundsson er að gera frábæra hluti með KR í Iceland Express-deildinni.
Benedikt Guðmundsson er að gera frábæra hluti með KR í Iceland Express-deildinni. Mynd/KR.is

KR er komið á topp Iceland Express-deildarinnar í körfubolta eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvík í Frostaskjólinu í kvöld, 75-69. Skallagrímur stökk upp í annað sæti með því að leggja Grindavík af velli á heimavelli sínum, 83-74.

Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í körfuboltanum í kvöld; Fjölnir tapaði fyrir ÍR á heimavelli sínum, 79-89 og þá vann Keflavík auðveldan sigur á Hamari/Selfoss í Sláturhúsinu, 81-63.

KR er með 14 stig eftir átta leiki í efsta sæti deildarinnar en Skallagrímur, Snæfell og Grindavík hafa öll 12 stig. Snæfell hefur þó leikið einum leik færra en keppinautar sínir. Íslandsmeistarar Njarðvík og Keflavík hafa hlotið 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×