Körfubolti

Njarðvík mætir Charkasky í kvöld

Brenton Birmingham hefur verið besti leikmaður Njarðvíkur í Evrópukeppninni
Brenton Birmingham hefur verið besti leikmaður Njarðvíkur í Evrópukeppninni MYND/ Valli

Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik mæta í kvöld úkraínska liðinu Cherkasky Mavby í Áskorendakeppni Evrópu, en leikið verður í Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Þetta er annar leikur Njarðvíkinga í riðli sínum, en liðið lá fyrir sterku liði Samara frá Rússlandi í fyrsta leik sínum á dögunum.

Í kvöld verður svo einn leikur í Iceland Express deild kvenna þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti ÍS. Haukastúlkur hafa ekki tapað leik það sem af er Íslandsmóti, en Stúdínur töpuðu naumlega fyrir Grindavík eftir framlengdan leik á dögunum.

Annað kvöld er svo röðin komin að Keflvíkingum í Áskorendakeppni Evrópu, en þar tekur karlalið félagsins á móti BC Dnipro. Það kvöldið eigast líka við Haukar og Þór úr Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×