57 stig Michael Redd dugðu skammt 12. nóvember 2006 14:33 Michael Redd NordicPhotos/GettyImages Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Carlos Boozer skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Utah og Deron Williams skoraði 27 stig og setti persónulegt met með 15 stoðsendingum. Utah missti Andrei Kirilenko af velli strax í upphafi leiks eftir að hann tognaði illa á ökkla. Michael Redd skoraði fleiri stig en allir félagar hans í Milwaukee liðinu til samans í leiknum. Seattle lagði Atlanta á útivelli í framlengdum leik 113-112 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle. LeBron James skoraði 25 af 38 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Cleveland lagði Boston 94-93 eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir í fjórða leikhluta. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, sem var með unninn leik í höndunum eftir að hafa haldið Cleveland í aðeins 34 stigum í fyrri hálfleik. Framherjinn sterki Dwight Howard hjá Orlando Magic átti tröllaleik gegn fyrrum átrúnaðargoði sínu Kevin Garnett og Minnesota, en Howard skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst í 109-98 sigri Orlando. Garnett var sjálfur iðinn við kolann með 28 stig og 11 fráköstum. Mikill hiti var í mönnum þegar San Antonio og New York áttust við öðru sinni á viku, en þar var Bruce Bowen í sviðsljósinu fyrir harðan varnarleik sinn. San Antonio hafði betur 100-92, en Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 33 stig og Quentin Richardson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst hjá New York. Chicago lagði Indiana í beinni útsendingu á NBA TV 89-80 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Indiana og Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago - en það var Ben Wallace sem stal senunni með því að hirða 18 fráköst fyrir Chicago, þar af 10 sóknarfráköst og það voru sóknarfráköstin sem tryggðu heimamönnum sigurinn. Chicago hirti 24 sóknarfráköst í leiknum en Indiana aðeins 4. Phoenix vann auðveldan sigur á Memphis 96-87 þrátt fyrir að skora aðeins 7 stig í lokaleikhlutanum þegar byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla sig. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst á aðeins 25 mínútum fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Chucky Atkins skoraði 20 stig fyrir Memphis. Loks burstaði Golden State lið Detroit 111-79 og var þetta fyrsti sigur Golden State á Detroit í þrjú ár. Baron Davis skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Lindsay Hunter skoraði 14 stig fyrir Detroit sem var án Rip Hamilton, sem er meiddur á olnboga. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Carlos Boozer skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Utah og Deron Williams skoraði 27 stig og setti persónulegt met með 15 stoðsendingum. Utah missti Andrei Kirilenko af velli strax í upphafi leiks eftir að hann tognaði illa á ökkla. Michael Redd skoraði fleiri stig en allir félagar hans í Milwaukee liðinu til samans í leiknum. Seattle lagði Atlanta á útivelli í framlengdum leik 113-112 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle. LeBron James skoraði 25 af 38 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Cleveland lagði Boston 94-93 eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir í fjórða leikhluta. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, sem var með unninn leik í höndunum eftir að hafa haldið Cleveland í aðeins 34 stigum í fyrri hálfleik. Framherjinn sterki Dwight Howard hjá Orlando Magic átti tröllaleik gegn fyrrum átrúnaðargoði sínu Kevin Garnett og Minnesota, en Howard skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst í 109-98 sigri Orlando. Garnett var sjálfur iðinn við kolann með 28 stig og 11 fráköstum. Mikill hiti var í mönnum þegar San Antonio og New York áttust við öðru sinni á viku, en þar var Bruce Bowen í sviðsljósinu fyrir harðan varnarleik sinn. San Antonio hafði betur 100-92, en Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 33 stig og Quentin Richardson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst hjá New York. Chicago lagði Indiana í beinni útsendingu á NBA TV 89-80 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Indiana og Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago - en það var Ben Wallace sem stal senunni með því að hirða 18 fráköst fyrir Chicago, þar af 10 sóknarfráköst og það voru sóknarfráköstin sem tryggðu heimamönnum sigurinn. Chicago hirti 24 sóknarfráköst í leiknum en Indiana aðeins 4. Phoenix vann auðveldan sigur á Memphis 96-87 þrátt fyrir að skora aðeins 7 stig í lokaleikhlutanum þegar byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla sig. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst á aðeins 25 mínútum fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Chucky Atkins skoraði 20 stig fyrir Memphis. Loks burstaði Golden State lið Detroit 111-79 og var þetta fyrsti sigur Golden State á Detroit í þrjú ár. Baron Davis skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Lindsay Hunter skoraði 14 stig fyrir Detroit sem var án Rip Hamilton, sem er meiddur á olnboga.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira