Chicago kippti meisturunum niður á jörðina 1. nóvember 2006 05:02 Ballið byrjaði í NBA í nótt og í fyrri beinu útsendingunni á NBA TV valtaði Chicago yfir meistara Miami og varpaði skugga á hátíðarhöldin sem fylgdu hringaafhendingunni NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum