Innlent

"Björgum Óðni" - vilja vernda varðskipið

Varðskipið Óðinn við viðlegukantinn í austanverðri Reykjavíkurhöfn.
Varðskipið Óðinn við viðlegukantinn í austanverðri Reykjavíkurhöfn. MYND/AP

,,Björgum Óðni, sögunnar vegna" eru einkunnarorð Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins, sem voru stofnuð í gær. Markmið samtakanna er að varðveita skipið og gera þar umgjörð um sögu þorskastríðsáranna og björgunarsögu íslenskra varðskipa. Óðinn tók þátt í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar þegar hún var færð út í 200 mílur.

Skipið er nánast óbreytt frá því það var smíðað árið 1959 og talið er að aðalvélar skipsins séu þær einu sinnar tegundar í heiminum sem enn eru gangfærar. Samtökin leggja til að Óðni verði lagt við Víkina, í Sjóminjasafni Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×