Innlent

Leita í rússnesku frystiskipi

Hópur tollvarða úr Reykjavík kom til Raufarhafnar í nótt til að leita í rússnesku frystiskipi sem liggur þar við bryggju, eftir að upp komst um tilraun skipverja til að smygla verulegu magni af tóbaki á land í Húsavík fyrr í vikunni. Grunur leikur að að talsverðu hafi verið smyglað hingað með sama skipi í fyrri ferðum þess.

Að kröfu lögreglunnar á Húsavík var skipið kyrrsett eftir að búið var að losa úr því farminn á Raufarhöfn í gær, og verða landfestar þess innsiglaðar þar til rannsókn er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×