Innlent

Leita viðskiptatækifæra á Íslandi



 Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador, vel á fjórða tug manna frá 14 fyrirtækjum, kemur  til Íslands fyrstu vikuna í nóvember til að leita að viðskiptatækifærum á Íslandi, auk þess að kynna sér menningu og sögu landsins. Fyrirtækin eru misstór og vinna meðal annars á sviði fata- og skartgripahönnunar, bifreiðavarahluta og bókaútgáfu.

 Alls dvelja fulltrúar fyrirtækjanna á Íslandi í fjóra daga, 1.- 4. nóvember. Undirtektir íslenskra fyrirtækja hafa þegar verið mjög góðar og virðist ljóst af viðbrögðunum að áhugi er á auknum viðskiptum við þennan heimshluta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×