Erlent

Öryggisráðið fordæmdi tilraun N-Kóreumanna

Fulltrúar öryggisráðsins greiða atkvæði vegna Norður Kóreu í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York.
Fulltrúar öryggisráðsins greiða atkvæði vegna Norður Kóreu í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York. MYND/AP

Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi kjarnorkutilraun Norður Kóreumanna harðlega á neyðarfundi í gær. Ráðið fundar seinna í dag til að ákveða til hvaða aðgerða verður gripið gegn Norður Kóreumönnum.

Bandaríkjamenn sendu ráðinu ályktun í gær þar sem farið er fram á bann við öllum viðskiptum við Norður Kóreumenn með efni sem nýst gætu til framleiðslu gjöreyðingavopna, viðskiptum með hernaðarvarning, gegn peningafærslum Norður Kóreumanna sem styðja athafnir með skotflaugar og bann gegn viðskiptum með munaðarvöru.

Einnig fara Bandaríkjamenn fram á að allar vörur, til og frá Norður Kóreu, verði skoðaðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarna-eða lífefnavopna og að allar eignir og peningafærslur því tengdar verði frystar.

Þá vilja Bandríkjamenn virkja grein sjö í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, en hún skyldar aðildaríki til þátttöku og að beita megi hermætti til að framfylgja þvingununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×