Sport

Ballack ætlar að ljúka ferlinum á Stamford Bridge

Ballack á æfingu með þýska landdsliðinu í morgun.
Ballack á æfingu með þýska landdsliðinu í morgun. MYND/AP

Hinn þýski Michael Ballack segir að hann gæti lokið knattspyrnuferlinum með Chelsea. Hann hefur ekki enn náð sér á strik með sínu nýja félagi en biður fólk um að sýna þolinmæði á meðan hann aðlagast enska boltanum.

"Ég er orðin þrítugur og Chelsea er líklega síðasta félagsliðið sem ég leik með," sagði Ballack

"Mér og minni fjölskyldu langar til þess að líða vel í Englandi. Ég er ánægður með umhverfið hérna og hraðan í boltanum. Það virðist verða hörð keppni um titilinn á hverju ári og það líkar mér." Sagði Ballack að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×