Erlent

AerLingus hafnar tilboði Rayanair

Eigendur meirihluta í flugfélaginu AerLingus, meðal annarra írska ríkið, höfnuðu í gær yfirtökutilboði lággjaldafélagsins Rayanair upp á 130 milljarða íslenskra króna. Rayanair á 16 prósent í félaginu og vildi eignast það allt. Málið var rætt utan dagskrá á írska þinginu í gær, áður en ákvörðun var tekin. Þá hafnar blaðafulltrúi AerLingus því að félagið ætli að hefja áætlunarflug hingað til lands næsta sumar, en segir að Ísland sé í hópi margra annara staða, sem stöðugt séu í skoðun hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×