Erlent

Ættingjar kannast ekki við misnotkun

Amishmenn fyrir framan skólann þar sem árásarmaðurinn lét til skarar skríða.
Amishmenn fyrir framan skólann þar sem árásarmaðurinn lét til skarar skríða. MYND/AP

Tveir ættingjar árásarmannsins á Amish skólann í Pensilvaníu í Bandaríkjunum, segjast ekki kannast við að hafa verið misnotaðir kynferðislega af manninum, eins og hann sagði í símtali við konu sína á meðan gíslatökunni stóð.

Þetta kom fram á blaðamannafundi með Lögreglunni Pensilvaníu seint í gær, sem yfirheyrði ættingjana. Árásarmaðurinn Charles Roberts, hafði undirbúið sig skipulega dagana fyrir árásina, skrifaði innkaupalista og fjögur mismunandi sjálfsmorðsbréf, eitt til konu sinnar, og sitthvert til barna sinna þriggja.

Nú virðist ljóst að dauði fyrsta barns þeirra hjóna, sem var stúlka, hafi sótt mjög á hann, en hún lést skömmu eftir fæðingu.

Lögreglan hefur nú opnað veginn að skólanum, en sett hafa verið upp skilti sem banna aðgang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×