Erlent

Stærri vöðvar - minni heili

Aukið magn testesteróns hefur áhrif á reiðiköst fólks.
Aukið magn testesteróns hefur áhrif á reiðiköst fólks.

Steralyf sem stækka vöðva íþróttamanna, geta líka stuðlað að minnkun heilans samkvæmt nýrri rannsókn sem sýnir að inntaka vöðva-steralyfja stuðli að tapi á heilafrumum.

Áður var vitað að sterar auka framleiðslu karlhormónsins testesteróns sem leiðir til að árásarhneigð og reiði ágerist.

Prófessor Barbara Erlich frá Læknaskóla Yale segir þetta gæti sannað ummerki skertrar heilastarfsemi.

"Næst þegar vöðvabúnt á sportbíl fer fram úr þér á hraðbraut, ekki verða reiður,… dragðu andann og mundu að það er kannski ekki honum að kenna."

Með því að koma ræktuðum taugafrumum í snertingu við mikið magn testesteróni, komust rannsóknarmennirnir að því að mikið magn af hormóninu ýtir undir frumueyðingu.

Frumueyðing tengist einnig taugasjúkdómum eins og Alzheimers og Huntingdon.

Fréttavefur Sky sagði frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×