Erlent

Airbus hlutabréf lækka

Hlutabréf í EADS, móðurfélagi Airbus flugvélaverksmiðjanna, féllu um tíu prósent í morgun eftir enn eina tilkynningu um seinkun á framleiðslu á A-380, tveggja hæða risaþotunni. Bréfin höfðu áður lækkað umtalsvert vegna tafa, en nú er framleiðsluferlið orðið tveimur árum á eftir áætlunum, sem riðlað hefur áformum margra flugfélaga um endurnýjun flugflotans. Tafirnar eru ekki tæknilegs eðlis, heldur eru þær raktar til lélegs skipulags við smíðina sjálfa, sem fram fer víða um lönd. Vélarnar eru svo endanlega settar saman í Frakklandi.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×