Erlent

N-Kórea gerir tilraun með kjarnorkuvopn

Farþegar í neðanjarðar lestarkerfi Seoul borgar ganga framhjá dagblaði, en á forsíðu þess er sagt frá sjónvarpstilkynningu Norðanmanna um kjarnorkutilraunir.
Farþegar í neðanjarðar lestarkerfi Seoul borgar ganga framhjá dagblaði, en á forsíðu þess er sagt frá sjónvarpstilkynningu Norðanmanna um kjarnorkutilraunir. MYND/AP

Klofningur er í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna milli Bandaríkjanna, Frakklands og Kína varðandi hvernig best er að bregðast við tilkynningu Norður-Kóreumanna um yfirvofandi tilraun með kjarnavopn, en prófunin á að fara fram í dag.

Norður Kórumenn segjast búa yfir kjarnavopnum, en hafa ekki framkvæmt prófanir sem sanna tilvist þeirra. Þeir segja nauðsynlegt að styrkja varnarmátt landsins vegna fjandsamlegrar afstöðu Bandaríkjamanna til þeirra.

Forsætisráðherra Japans sagði í dag að það væri óásættanlegt fyrir Japana ef Norður Kóreumenn framkvæma kjarnorkutilraunir.

Forseti Suður Kóreu tók í sama streng og hefur óskað eftir að gripið verði strax til aðgerða til að sýna Norðanmönnum fram á afleiðingar kjarnorkutilrauna.

Ekki er langt síðan Japanar settu viðskiptahöft á landið þegar þeir skutu sjö hefðbundnum flaugum í hafið milli Japan og Kóreuskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×