Erlent

Flugræningi vildi aðstoð páfa

Tyrkinn sem rændi farþegaflugvél og krafðist að henni yrði lent á Ítalíu í gær hafði óskað eftir liðsinni páfa til að komast hjá herþjónustu.

Hakan Ekinci gafst upp í gærkvöldi, en fyrstu fréttir gáfu til kynna að mennirnir hefðu verið tveir. Manninum hafði verið vísað úr landi í Albaníu en hafði áður snúist frá múslimatrú til kristinnar trúar.

Flugræninginn, sem er 28 ára gamall, sleppti öllum farþegum stuttu eftir komuna til Ítalíu.

Yfirvöld í Tyrklandi sögðu ekki rétt að hann hefði rænt vélinni til að mótmæla komu páfa til Tyrklands, en hann hefði skrifað páfa bréf í Ágúst þar sem hann óskaði eftir liðsinni hans til að komast hjá herþjónustu í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×