Erlent

Rice segir orð Woodwards fáránleg

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir af og frá að hún hafi leitt hjá sér aðvaranir yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, fyrir rúmum fimm árum þess efnis að hætta væri á hryðjuverkaárás á Bandaríkin. Frásögn um það í nýrri bók blaðamannsins Bobs Woodwards, "State of denial", sé fáránleg.

Þar segir af fundi þáverandi yfirmanni CIA og helsta hryðjuverkasérfræðingi leyniþjónustunnar með Rice, þar sem þeir sögðust óttast hryðjuverkaárás á Bandaríkin og grípa þyrfti til aðgerða til að koma í veg fyrir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×