Krefjast þess að fá land varnarliðsins aftur 30. september 2006 18:00 Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár. Á Stafneslandi voru fimm bæir fyrir stríð og er landið víðáttumikið eða 2100 hektarar. Þetta land var tekið í seinni heimstyrjöldinni með hervaldi og hluti þess með eignarnámi 1942. Engin tilraun var gerð til að bæta landeigendum tjónið fyrr en 1957. Landeigendur fengu að halda eftir smá broti af landinu eða rúmlega hundrað hektara svæði við ströndina. Fjölskylda Gísla Hermannssonar átti þriðjung þessa stóra svæðis og sætti hún sig aldrei við landtökuna og hefur aldrei gert. Þrátt fyrir eignaupptökuna héldu landeigendur einhverjum réttindum, til dæmis rekarétti sem aldrei var þó hægt að nýta. Gísli segir að 1986 hafi restin af landinu og beitiréttur verið tekinn eignarnámi - þau neituðu þó að taka við greiðslunni fyrir enda smánarleg að þeirra mati rúmlega 200 þúsund krónur. Skömmu áður hafði urðunarstaður verið opnaður á hinu tekna landi og byrjað að losa þar eitraðan úrgang. Þessu mótmælti fjölskylda Gísla. Það grátbroslega við þennan urðunarstað, segir Gísli, var að þegar svokallað nikkelsvæði var hreinsað hinum megin við Miðnesheiðina, var mengaður jarðvegur keyrður yfir í Stafnesland og losaður þar. Þegar herinn verður farinn munu íslensk stjórnvöld taka við landinu og hafa í hyggju að steypa öllu í hutafélag en hinir gömlu landeigendur vilja fá sitt til baka. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Gísla og hans fjölskyldu jafnvel að fara um þennan skika sem var skilinn eftir og ítrekað hafa þau verið hrakin í burtu af vopnuðum hermönnum. Þau mótmæltu því einnig harðlega þegar urðunarstaður var opnaður á landi þeirra og byrjað að losa þar, að því þau telja, eitraðan úrgang. Það hlálega er að þegar hið svokallaða nikkelsvæði var hreinsað af menguðum jarðveg, hinum megin við Miðnesheiðina, var menguðum jarðvegi þaðan einfaldlega ekið fyrir nesið og hann losaður á urðunarstaðinn í Stafneslandinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár. Á Stafneslandi voru fimm bæir fyrir stríð og er landið víðáttumikið eða 2100 hektarar. Þetta land var tekið í seinni heimstyrjöldinni með hervaldi og hluti þess með eignarnámi 1942. Engin tilraun var gerð til að bæta landeigendum tjónið fyrr en 1957. Landeigendur fengu að halda eftir smá broti af landinu eða rúmlega hundrað hektara svæði við ströndina. Fjölskylda Gísla Hermannssonar átti þriðjung þessa stóra svæðis og sætti hún sig aldrei við landtökuna og hefur aldrei gert. Þrátt fyrir eignaupptökuna héldu landeigendur einhverjum réttindum, til dæmis rekarétti sem aldrei var þó hægt að nýta. Gísli segir að 1986 hafi restin af landinu og beitiréttur verið tekinn eignarnámi - þau neituðu þó að taka við greiðslunni fyrir enda smánarleg að þeirra mati rúmlega 200 þúsund krónur. Skömmu áður hafði urðunarstaður verið opnaður á hinu tekna landi og byrjað að losa þar eitraðan úrgang. Þessu mótmælti fjölskylda Gísla. Það grátbroslega við þennan urðunarstað, segir Gísli, var að þegar svokallað nikkelsvæði var hreinsað hinum megin við Miðnesheiðina, var mengaður jarðvegur keyrður yfir í Stafnesland og losaður þar. Þegar herinn verður farinn munu íslensk stjórnvöld taka við landinu og hafa í hyggju að steypa öllu í hutafélag en hinir gömlu landeigendur vilja fá sitt til baka. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Gísla og hans fjölskyldu jafnvel að fara um þennan skika sem var skilinn eftir og ítrekað hafa þau verið hrakin í burtu af vopnuðum hermönnum. Þau mótmæltu því einnig harðlega þegar urðunarstaður var opnaður á landi þeirra og byrjað að losa þar, að því þau telja, eitraðan úrgang. Það hlálega er að þegar hið svokallaða nikkelsvæði var hreinsað af menguðum jarðveg, hinum megin við Miðnesheiðina, var menguðum jarðvegi þaðan einfaldlega ekið fyrir nesið og hann losaður á urðunarstaðinn í Stafneslandinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira