Erlent

Þriðjungur lækna í Svíþjóð þjakaður af sjálfsmorðshugleiðingum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Þriðjungur sænskra lækna telur sig útbrunninn í starfi og svipað hlutfall er þjakað sjálfsmorðshugleiðingum. Þetta leiðir ný rannsókn á vinnuumhverfið á Karlónska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi í ljós.

Hún sýnir einnig að deilur og einelti eru daglegt brauð á stofnuninni. Niðurstöðurnar byggjast á svörum yfir þúsund lækna. Haft er eftir stjórnanda rannsóknarinnar að tölurnar komi ekki á óvart því sams konar þróun hafi átt sér stað víða í hinum vestræna heimi. Það staðfestir formaður Læknafélags Danmerkur og bendir á að kröfur um afköst leggi miklar byrðar á herðar læknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×