Erlent

Prestar stálu milljónum

Lögreglan handtók John Skehan, en leitar enn vitorðsmanns hans.
Lögreglan handtók John Skehan, en leitar enn vitorðsmanns hans. MYND/AP

Tveir kaþólskir prestar hafa verið sakaðir um að stela milljónum dollara frá safnaðarmeðlimum sínum í Palm Beach í Bandaríkjunum. John Skehan er 79 ára og kominn á eftirlaunaaldur. Hann er sakaður um þjófnað, en lögreglan leitar enn að séra Francis Guinan, sem tók við prestsstólnum af Skehan, en ekki hefur spurst til hans frá því í byrjun vikunnar.

Mennirnir tveir eru sakaðir um að stela rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna af söfnuði þeirra. Þeir lifðu lúxuslífi, festu kaup á ýmsum fasteignum auk þess að nýta peningana í ferðalög og spilavíti. Lögmaður Skehans segir upphæðirnar ýktar, en Skehan sem þjónaði kirkjunni í 40 ár, fór á eftirlaun fyrir þremur árum þegar séra Guinan tók við.

John Krolikowski, safnaðarstjóri, sagði AP fréttastofunni að hann vonaði að safnaðarmeðlimir trúðu á Guð og Jesús, en ekki menn.

Upphaf rannsóknarinnar má rekja til nafnlauss bréfs sem lögreglu barst á síðasta ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×