Erlent

Leirgos á Jövu

Leðjan er allt að 5 m djúp
Leðjan er allt að 5 m djúp MYND/AP

Þúsundir manna eru heimilislausar í Indónesíu eftir að slys í borholu leiddi til leirgoss. Heit leðja flæðir nú yfir fimm þorp á eynni Jövu. Verksmiðjur sem framleiddu skó og arnbandsúr eru nú grafnar undir þykkri leðju, sem er sums staðar fimm metra djúp. Þorpsbúar fylgjast með þegar stíflum er komið upp í skyndi til að hemja flóðið sem hefur fært þúsundir heimila á kaf. Leðjuflóðið er afleiðing borunarslyss sem átti sér stað fyrir fjórum mánuðum undan ströndum Jövu-eyju. Verið var að leita eftir gasi þegar slysið átti sér stað. Meira en 10 þúsund manns hafa misst heimili sín og tugir verksmiðja, hrísgrjónaakra og rækjuverksmiðja hafa eyðilagst. Jarðfræðingar segja leirgosið vera með því stærsta sem gerst hefur á landi og óttast að það gæti haldið áfram í nokkur ár. Þá er talið að tækni nýtist ekki til að hemja flóðið og er því hætta á að fleiri þorp leggist undir heitan leirinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×