Erlent

Fangafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta samþykkt

Ný skilgreining srtíðsfanga

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur að því hversu langt má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig sækja má meinta erlenda hryðjuverkamenn til saka. Bush á nú aðeins eftir að skrifa undir lögin svo þau öðlist gildi en fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið á miðvikudag. Bush segir í yfirlýsingu, að samþykkt þingsins sendi hryðjuverkamönnum sterk skilaboð. Mannréttindasamtök segja, að flókin skilgreining laganna á því hvað leyfist við yfirheyrslur bjóði upp á aðferðir sem jaðra við pyntingar, svo sem að svifta fanga svefni og hafa þá í miklum kulda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×