Innlent

Dagur heyrnarlausra í dag

Berglind Stefánsdóttir, sitjandi formaður félags heyrnarlausra lætur nú af störfum.
Berglind Stefánsdóttir, sitjandi formaður félags heyrnarlausra lætur nú af störfum. MYND/Gunnar V. Andrésson

Dagur heyrnarlausra er í dag og í tilefni af því er meðal annars aðalfundur félags heyrnarlausra og óvissuferð. Messa í Kirkju heyrnarlausra sem hefur verið fastur liður í hátíðarhöldum á degi heyrnarlausra fellur niður vegna þess að presturinn er í námsleyfi. Einnig er sýning á heyrnartækjum og fyrirlestrar í Heyrnar- og talmeinastöðinni.

Berglind Stefánsdóttir lætur nú af störfum sem formaður félags heyrnarlausra og verður nýr formaður kjörinn á aðalfundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×