Erlent

Leiðtogi íraskra hryðjuverkasamtaka handtekinn

Írösk yfirvöld segjast hafa handtekið leiðtoga stærstu andspyrnusamtakanna þar í landi. Um er að ræða Ansar al-Sunna samtök súnnímúslima en liðsmenn þeirra eru sagðir bera ábyrgð á fjölmörgum sjálfsvígsárásum í Írak. Samtökin eru sögð nátengd al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.

Á myndbandi, sem birt var á vefnum í gærkvöldi, má sjá hvar tyrkneskur maður, sem rænt var í Írak á dögunum, er myrtur. Morðinginn er grímuklæddur en í yfirlýsingu kynnir hann sig sem Abu Hamza al-Muhajer sem tók við stjórn al-Kaída í Írak í júní þegar Abu Musab al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×