Innlent

Býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. Mynd/Anton Brink

Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Helga Vala hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum en hún er menntaður leikari og hefur starfað við uppfærslur frá útskrift árið 1998, bæði sem leikari og leikstjóri. Hún er gift Grími Atlasyni bæjarstjóra Bolungarvíkur og saman eiga þau fjögur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×