Innlent

Athugun á gjaldfríum grunnskóla vísað til menntaráðs

Ráðhús Reykjavíkur á góðum degi.
Ráðhús Reykjavíkur á góðum degi.

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarfulltrúa vinstri grænna um skoðun möguleika á gjaldfríum grunnskóla verði vísað til menntaráðs. Flestir þeir sem tjáðu sig um málið í borgarstjórn í dag töldu hugmyndina ekki enn tímabæra en vildu samt umræðu um málið.

Vinstri grænir lögðu fyrst fram tillögu um að borgin hætti gjaldtöku grunnskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vildu fella tillöguna en fulltrúar Samfylkingarinnar að henni yrði vísað til menntaráðs. Fulltrúi Frjálslyndra lýsti stuðningi við tillögu VG.

Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna, lagði þá fram breytingu á tillögunni, í þá veru að skoða möguleika á að hefja undirbúning að gjaldfrjálsum grunnskóla og samþykkti borgarstjórn samhljóða að vísa tillögunni þannig breyttri til menntaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×