Innlent

Krefjast nýs samnings við sjúkraliða

MYND/Haraldur Jónasson

Trúnaðarmenn sjúkraliða við Landspítalann Háskólasjúkrahús krefjast þess að gerður verði nýr stofnanasamningur við sjúkraliða LSH. Trúnaðarmennirnir funduðu í dag og krefjast þess jafnframt að kjör sjúkraliða hjá LSH verði í samræmi við nýja samninga við aðrar starfsgreinar í félags- og heilbrigðisgeiranum.

Trúnaðarmennirnir segja þá stöðu komna upp að nýútskrifaðir sjúkraliðar fái sig metna sem félagsliða og hefji störf utan heilbrigðisþjónustunnar, þrátt fyrir mikla þörf á fólki til starfa innan heilbrigðiskerfisins. Fundurinn krefst þess einnig að kjör sjúkraliða verði metin með tilliti til menntunar, þeirrar miklu hjúkrunarþyngdar, álags og ofbeldis sem orðin er hluti af daglegri önn þeirra sem starfa á sjúkrahúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×