Innlent

Þurfa ekki meiri orku

Elkem hefur lokað fjölda verksmiðja og brennsluofna í Noregi undanfarin ár svo meira en sjö hundruð manns hafa misst vinnuna. Ástæðan er fyrst og fremst ný orkulög, sem munu hækka orkuverð til stóriðju mjög þegar gamlir raforkusamningar renna út á næstu árum. Í Ålvik búa um sjö hundruð manns og kísiljárnverksmiðja Elkem þar er langstærsti vinnuveitandinn. Þar unnu 250 manns fyrir fimm árum, þá var fækkað niður í 170 og nú eru uppi áætlanir um að draga enn úr starfseminni, svo störfin færu niður fyrir hundrað. Stærsti hluti starfseminnar yrði þá fluttur til Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Að sögn Ingimundar Birnis, forstjóra Járnblendisins hefur fyrirtækið unnið að undirbúningi þessa í fimm ár, með því að gera verksmiðjuna hæfari til að taka að sér mun fjölbreytilegri verkefni, sem skili verðmætari afurðum. Það þurfi því ekki að semja um frekari orkukaup, heldur verði orkan notuð á hagkvæmari hátt. Ákvörðunar um flutninginn er að vænta á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×