Innlent

Lést í umferðaslysi í gær

Enn eitt banaslysið varð í gær þegar maður á sextugsaldri varð fyrir bíl rétt utan við Selfoss. Því hafa um tuttugu manns látist í umferðarslysum það sem af er ári.

Slysið varð á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum, skammt austan við Selfoss um klukkan níu í gærkvöldi. Þar varð maður á hesti fyrir bifreið og er talið að hann hafi látist samstundis.

Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bíl sínum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítalann Háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar ekki talinn alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni var ökumaður ekki ölvaður og er ekki talið að um ofsaakstur hafi verið að ræða en málið er í rannsókn. Alls hafa nú tuttugu manns látist í umferðinni það sem af er ári þrátt fyrir öflugt forvarnarstarf. Svanur segir brýnt að bregðast harðar við glæfraakstri sem og ef fólk spennir ekki beltin, sektir verði að hækka til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×