Handbolti

Arnór byrjar vel

Skoraði sjö mörk í gærkvöldi.
Skoraði sjö mörk í gærkvöldi.

Arnór Atlason var markahæstur með sjö mörk og þótti besti maður vallarins þegar lið hans FCK bar sigurorð af Lemvig í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gærkvöldi.

FCK vann öruggan 32-25 sigur og skoraði Arnór sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti. Staðan í hálfleik var 16-12, FCK í vil, og sigur liðsins því í raun aldrei í hættu. Arnór gekk í raðir FCK fyrir tímabilið í ár frá Magdeburg í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×