Stíg aldrei fæti inn í Helsinki framar 5. september 2006 17:30 Eremenko segir Finna hrokafulla og dauðsér eftir því að hafa gerst finnskur ríkisborgari NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. Eremenko spilar með Saturn Ramenskoye í rússnesku úrvalsdeildinni, en þessi 23 ára gamli framherji var markahæsti leikmaður finna í undankeppni HM og hefur spilað 24 landsleiki fyrir Finna. Hann segist ekki þola finna og kann miklu betur við Svía. "Mér líður miklu betur í Rússlandi en í Finnlandi, því ég er auðvitað Rússi. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að spila í Rússlandi," sagði Eremenko, en faðir hans spilaði með liði í Helsinki á sínum tíma. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi frekar spila með finnska landsliðinu en því rússneska, en ég vissi ekki hvað framtíðin bar í skauti sér þegar ég gerðist finnskur ríkisborgari og datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga möguleika á að komast í rússneska landsliðið. Ég dauðsé eftir þessu, en ég get víst ekki breytt neinu úr þessu," sagði leikmaðurinn, en yngri bróðir hans er einmitt í U-21 árs landsliði Finna. Eremenko segist hafa orðið fyrir fordómum í Finnlandi. "Ég hef fengið að heyra allt mögulegt á ferli mínum í Finnlandi, því ég lít auðvitað ekki út eins og flestir hér í finnlandi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki búa í Finnlandi og kem því aðeins hingað til að heimsækja foreldra mína. Ég er rússi þó ég leiki fyrir Finnland, en forðast að koma til landsins og stíg aldrei fæti til Helsinki framar," sagði framherjinn, sem talar bæði sænsku og finnsku. "Finnar eru hrokafullir og leiðinlegir, en Svíarnir eru miklu vingjarnlegri og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir fara í taugarnar á hver öðrum," sagði Eremenko að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira
Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. Eremenko spilar með Saturn Ramenskoye í rússnesku úrvalsdeildinni, en þessi 23 ára gamli framherji var markahæsti leikmaður finna í undankeppni HM og hefur spilað 24 landsleiki fyrir Finna. Hann segist ekki þola finna og kann miklu betur við Svía. "Mér líður miklu betur í Rússlandi en í Finnlandi, því ég er auðvitað Rússi. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að spila í Rússlandi," sagði Eremenko, en faðir hans spilaði með liði í Helsinki á sínum tíma. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi frekar spila með finnska landsliðinu en því rússneska, en ég vissi ekki hvað framtíðin bar í skauti sér þegar ég gerðist finnskur ríkisborgari og datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga möguleika á að komast í rússneska landsliðið. Ég dauðsé eftir þessu, en ég get víst ekki breytt neinu úr þessu," sagði leikmaðurinn, en yngri bróðir hans er einmitt í U-21 árs landsliði Finna. Eremenko segist hafa orðið fyrir fordómum í Finnlandi. "Ég hef fengið að heyra allt mögulegt á ferli mínum í Finnlandi, því ég lít auðvitað ekki út eins og flestir hér í finnlandi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki búa í Finnlandi og kem því aðeins hingað til að heimsækja foreldra mína. Ég er rússi þó ég leiki fyrir Finnland, en forðast að koma til landsins og stíg aldrei fæti til Helsinki framar," sagði framherjinn, sem talar bæði sænsku og finnsku. "Finnar eru hrokafullir og leiðinlegir, en Svíarnir eru miklu vingjarnlegri og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir fara í taugarnar á hver öðrum," sagði Eremenko að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira