Innlent

Fjölbreyttur varningur til sölu á sveitamarkaði

Gamla sláturhúsið við Laxá.
Gamla sláturhúsið við Laxá. Mynd/Jóhanna Harðardóttir

Nú stendur yfir markaðsdagur í gamla sláturhúsinu við Laxá Í Leirársveit. Sveitamarkaðurinn hefur verið opinn alla daga í sumar en þar er til sölu heimaframleiddur varningur af ýmsu tagi, handverk og vörur sem hvergi er á boðstólum annars staðar. Þetta er í næst síðasta sinn sem markaðurinn er haldinn í sumar en hann verður einnig næstkomandi sunnudag. Þá mun hann opna að nýju í lok nóvermber og þá verður settur upp jólamarkaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×