Innlent

Keppt í þríþraut á Ísafirði og Bolungarvík

Mynd/Vísir

Hópurinn Vasa2000 og Heilsubærinn Bolungarvík gangast fyrir árlegri keppni í þríþraut í dag. Á Fréttavef Bæjarins besta segir að keppnin fari fram í Bolungarvík og á Ísafirði og á leiðinni þar á milli. Keppni hefst með 700 metra sundi í sundlauginni í Bolungarvík en að því loknu taka við 17 km hjólreiðar um Óshlíð til Ísafjarðar og loks 7 km hlaup eftir Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði.

Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin. Um fjörtíu manns eru skráðir til leiks að þessu sinni en þáttaka hefur aukist ár frá ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×