Sport

Sigurhátíðinni slegið á frest

FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Kaplakrika í dag. Leikurinn var frekar slakur en það verður ekki tekið af Breiðabliksmönnum að þeir börðust eins og ljón í leiknum. Það var Olgeir Sigurgeirsson sem skoraði fyrir Breiðablik í fyrri hálfleik en Allan Dyring jafnaði leikinn í uppbótartíma.

Blikar eru nú komnir úr fallsæti með 18 stig og eru einu stigi á undan ÍA, þessi lið mætast í næstu umferð.

FH- verða að slá sigurhátíðinni á frest því þeir eru ekki enn búnir að tryggja sér titilinn góða. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×