Erlent

Frakkar senda 2000 friðargæsluliða til Líbanons

MYND/AP

Jacques Chirac, forseti Frakklands, tilkynnti í dag að Frakkar munu senda 2000 manna herlið til friðargæslu í Líbanon.

Chirac, sagði að Frakkar hyggðust senda 1600 friðurgæsluliða til víðbótar til Líbanons. Áður höfðu Frakkar aðeins heitið 400 friðarliðum, fulltrúum sameinuðu þjóðanna til mikilla vonbrigða. Chirac sagði einnig að Frakkar vonuðust til að leiða friðargæsluliðið ef Sameinuðu Þjóðirnar stæðu við sitt og gerðu umboð liðsins skýrara. Chirac vonast til að fjölgun Frakka í liðinu munu hvetja aðrar þjóðir til að manna friðargæsluliðið en það hefur reynst erfitt hingað til.

Áður höfðu Ítalir leitast eftir að leiða friðargæsluliðið og ætla að senda 3000 hermenn á svæðið. Eins og er eru um 2000 friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu Þjóðanna í Líbanon en markmiðið er að þeir verði allt að 15000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×