Erlent

Ágústmánuður sá votasti í Danmörku í 44 ár

Það er skammt öfganna á milli í Danmörku þegar kemur að veðrinu. júlímánuður var einn sá heitasti og sólríkasti í manna minnum en ágúst mánuður reynist hins vegar vera sá votasti. Ekki hefur ringt jafn mikið í ágústmánuði í Danmörku í ein fjortíu og fjögur ár. Að meðaltali mælist úrkoma 67 millimetra í ágúst en það sem af er þessum mánuði mælist úrkoma hundrað og tuttugu millimetra. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar því spáð er rigningu um helgina, Dönum eflaust til mikillar mæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×