Erlent

Tilkynnt um fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen

Fyrsta tölublað Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar, kemur út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við.

Forsvarsmenn Nyhedsavisen blása hins vegar á alla svartsýni þar sem blaðið komi út í mun stærra upplagi en keppinautarnir Dato og 24/7 sem einungis eru borin í rúmlega 100 þúsund hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×