Erlent

Flugvél snúið af leið vegna gruns um hryðjuverk

Þarna er flugvélin lent á flugvellinum í Boston undir ströhgu öryggiseftirliti.
Þarna er flugvélin lent á flugvellinum í Boston undir ströhgu öryggiseftirliti. MYND/AP

Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston fyrir stundu vegna óróa um borð í vélinni. Kona sem var um borð mun hafa lent í útistöðum við áhöfn vélarinnar og fyrir vikið var ákveðið að leita í farangri um borð þegar vélinni hafði verið lent.

Fregnir herma að konan hafi haft vaselín, skrúfjárn, eldspýtur og blað þar sem á voru skrifaðar upplýsingar um al Qaeda hryðjuverkasamtökin um borð í vélina. Það hefur flugfélagið þó ekki viljað staðfesta. Hertar reglur um handfarangur banna allan vökva hvers konar og allt sem hægt er að nota sem vopn um borð í flugvélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×