Handbolti

Fram í riðil með Gummersbach

Í morgun var dregið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í handbolta þar sem Íslandsmeistarar Fram fara beint inn í riðlakeppnina. Útkoman úr drættinum var afar athyglisverð fyrir Fram sem dróst í riðil með Gummersbach sem Alfreð Gíslason mun stýra.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið fer beint í riðlakeppnina og sleppur við umspil. Fram verður í F-riðli ásamt Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu úr fyrsta styrkleikaflokki, Sanderfjord frá Noregi og síðast en ekki síst, Gummersbach frá Þýskalandi. Þessi dráttur er mikill hvalreki fyrir íslenska handboltaunnendur ekki síst í ljósi þess að landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason er að taka við þjálfun liðsins. Auk þess eru þrír íslenskir landsliðsmenn í herbúðum þýska liðsins, þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverrir Björnsson sem gekk í raðir Gummersbach frá Fram nú í sumar.

Guðmundur Guðmundsson þjálfari Fram er í skýjunum með dráttinn en hann og Alfreð stýra einmitt saman íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×