Erlent

Sjö manns látnir í Sao Paulo í Brasilíu

Sjö manns hafa látist undanfarna tvo daga í árásum glæpagengja í Sao Paulo í Brasilíu. Mikil skelfing ríkir í borginni en glæpagengin hafa beint árásum sínum gegn lögreglu og almennum borgurum

Mikil ofbeldisalda ríkir í Sao Paulo en ekki er meira en tveir mánuðir síðan 200 manns létust af völdum gengjaóeirða. Frá því á aðfaranótt miðvikudags hefur tæplega hundrað árásum verið beint að strætisvögnum, lögreglustöðvum, bönkum og stórmörkuðum svo eitthvað sé nefnt. Í morgun átti fólk átti erfitt með að komast til vinnu þar sem almenningsgöngur lágu að miklu leyti niðri þar sem mörg samgöngufyrirtæki lokuðu fyrir starfsemi sína vegna ótta við árásir.

Talið er að árásirnar séu svar við því að að foringjar glæpagengjanna verða fluttir í nýtt fangelsi með hámarksgæslu. Glæpagengin krefjast bættra aðstæðna í fangelsum en 140.000 fangar dvelja í fangelsum borgarinnar. Oftar en ekki er rúmlega tólf þúsundum föngum komið fyrir í fangelsi sem undir venjulegum kringumstæðum eru gerð fyrir 500 manns.

Árásirnar koma á viðkvæmum tíma fyrir Lula, forseta Brasilíu, en forsetakosningar verða í landinu í október og mun ofbeldi án efa verða einna hæst á baugi. Lula hefur m.a verið gagnrýndur fyrir að ráða illa við glæpagengin en þau stjórna fíkniefnaverslun landsins og gera það að miklu leyti út frá fangelsunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×